Mars vatnsdeigsbollur

Marsbollur

Vatnsdeigsbollur, 15-20 stk

  • 500 ml vatn
  • 250 g smjör
  • 250 g Kornax rautt hveiti
  • ½ tsk hjartarsalt
  • ¼ tsk salt
  • 5 stk Nesbú egg, meðalstór

Hitið ofninn í 200°C ( undir/yfirhiti ) eða 180°C ( blástur )
Vatn og smjör í pott og hitið þar til byrjar að sjóða. Takið pottinn af hellunni og blandið hveiti, salti og hjartarsalti saman við suðuna með sleif. Hrærið í þar til blandan er orðin þykk og laus frá köntum pottsins.
Færið nú blönduna úr pottinum í hrærivélaskál, setjð K-ið í og hrærið blönduna á lægsta hraða þar til mesti hitinn er rokinn.
Blandið nú einu eggi í einu útí blönduna og vinnið vel saman á milli. Þegar blandan fer að mýkjast, þá má auka hraðan á vélinni og vinna deigið vel upp á milli eggja.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu og sprautið deiginu í hæfilega stærð á plötuna, einnig er hægt að notast við matskeiðar til að koma deiginu á plötuna.
Bakið í ca. 30 mínútur eða þar til bollurnar hafa tekið á sig góðan lit. Það er betra að baka þær aðeins of lengi, og mjög mikilvægt er að opna ekki ofninn á meðan að bakstri stendur þar sem bollurnar geta fallið.

Marsrjómi

  • 180 g Mars súkkulaði ( 4 stk )
  • 150 ml rjómi
  • 400 ml rjómi

Hitið 150 ml af rjóma í potti að suðu ( má ekki sjóða !!! ). Saxið Mars súkkulaðið í litla bita og setjið í skál og hellið heitum rjómanum yfir. Hrærið í blöndunni þar til súkkulaðið er allt bráðið. Leyfið blöndunni aðeins að kólna, lokið skálinni og setjið inn í ísskáp í a.m.k. 3 tíma, en best er að geyma blönduna í ísskáp yfir nótt.
Setjið nú saman í skál blönduna og 400 ml af rjóma og þeytið saman þar til blandan er fullþeytt. Opnið bollurnar og smyrjið Dulce de Leche á botninn ( fæst í stórmörkuðum ), fyllið bolluna með Mars rjómanum, setjið lokið ofaná og toppið með súkkulaðiglassúr og söxuðu mars súkkulaði.

Súkkulaðiglassúr

  • ca. 300 g flórsykur
  • 1 msk kakó

Þessu er blandað saman með köldu vatni þar til rétt þykkt næst.

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana