Framleiðsla

Fóðurverksmiðja

Í verksmiðjunni á Grundartanga fer framleiðslan á fóðrinu fram í lokuðu, tölvustýrðu kerfi. Alger aðskilnaður er á milli hráefna og hitameðhöndlaðrar vöru sem er forsenda öflugra sóttvarna gegn örverum.
Fóðuruppskriftirnar sem Lífland notast við eru í stöðugri þróun og aðlagaðar eftir þörfum viðskiptavina og efnainnihaldi hráefnisins hverju sinni. Fóðurverksmiðja Líflands hefur í gegnum árin verið í samstarfi við Trouw Nutrition í Hollandi og nýtt sérþekkingu þeirra til þess að þróa uppskriftirnar.

Reglulega, samkvæmt skráðu verklagi, taka starfsmenn sýni af hráefnum, úr framleiðslulínu og af lokaafurð og senda til rannsóknar á Salmonella og til efnagreiningar á viðurkennda rannsóknarstofu. Auk þess eru hreinlætis- og umhverfissýni reglulega send til greiningar á rannsóknarstofu.
Á Grundartanga er virk umhverfisvöktunaráætlun sem Umhverfisstofnun hefur umsjón með. Þá er fylgst með loftgæðum, vatni, gróðri, dýrum o.fl. með reglubundnu millibili.

Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins Grundartanga

Hveitimylla

Í verksmiðjunni í Korngörðum fer framleiðsla á mjöli fram í lokuðu kerfi. Það er stefna fyrirtækisins að framleiða og selja mjöl sem standast kröfur viðskiptavina hvað varðar gæði og stöðugleika. Þar sem korn er lifandi afurð, háð er breytingum á tíðarfari, ræktunarstað og meðferð, er stöðugleika náð með virkri framleiðslustjórnun og reglubundnum mælingum á þeim þáttum sem stýra gæðamati hverrar afurðar fyrir sig. Í verksmiðjunni er staðsett rannsóknarstofa þar sem framkvæmdar eru mælingar á próteini, raka, hörku, vatnsbindingu, falltölu og glúteni á sérhverri blöndu. Einnig er svokallaður sveppabakstur reglulega framkvæmdur. Sjá nánar um rannsóknir á mjöli hér

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana