Um Lífland

Lífland ræktar lýð og land. Þjónusta okkar sýnir ræktarsemi við grunnstoðir mannlífs um allt land. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hverskonar rækt; jarðrækt, búfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt.

Þungamiðjan í starfi okkar er þó ekki síst mannrækt í víðustu merkingu þess orðs. Íslendingar hafa sterka þörf fyrir að komast í snertingu við uppruna sinn og náttúru landsins.

Það gildir einu hver klæðist stígvélunum - stoltur bóndi, frískleg hestakona eða fjölskyldufaðir í sumarhúsi - þau vita hvar þau standa. Lífland gefur þeim þessa jarðtengingu.

Lífland er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Starfsemi fyrirtækisins lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og tengist hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi, útivist og þjónustu við matvælaiðnaðinn.

Hlutverk Líflands er að bæta árangur viðskiptavina sinna. Við viljum sjá fyrir breytingar á þörfum okkar viðskiptavina og bjóða áhugaverðustu lausnirnar fyrir þá á hverjum tíma fyrir sig.

Stjórn
Stjórn Líflands skipa, , María Steinunn Þorbjörnsdóttir, Steinar Helgason og Þórarinn V. Þórarinsson. 

Stjórnendur
Starfsemi Líflands er skipt upp í þrjú svið;  Framleiðsla og dreifing, Sala og ráðgjöf og Fjármál.

Mannauðs og gæðastjóri ásamt markaðsstjóra heyra undir forstjóra. Framkvæmdastjórn Líflands skipa forstjóri, forstöðumenn sviða og mannauðs og gæðastjóri.

Forstjóri Líflands er Arnar Þórisson.

Fjármálasvið annast fjárreiður, reikningshald, innkaup og innheimtu.

Framleiðsla og dreifing annast framleiðslu á fóðri í fóðurverksmiðju fyrirtækisins á Grundartanga í Hvalfirði og mölun á korni í myllu fyrirtækisins í Korngörðum í Reykjavík. Einnig sér hún um dreifingu á allri lausavöru og pakkavöru fyrirtækisins ásamt því að reka vöruhúsið.

Sala og ráðgjöf annast ráðgjöf til viðskiptavina varðandi vörur fyrirtækisins, ásamt sölu í gegnum eigin verslanir og endursöluaðila.

Starfsstöðvar
Lífland rekur tvær verksmiðjur, annars vegar fóðurverksmiðju á Grundartanga og hins vegar kornmyllu í Korngörðum í Reykjavík. Skrifstofur og lager eru staðsett í Brúarvogi, Reykjavík. Verslanir Líflands eru á Lynghálsi, Reykjavík, Digranesgötu Borgarnesi, Grímseyjargötu Akureyri, Ormsvöllum Hvolsvelli, Efstubraut Blönduósi og Austurvegi Selfossi.

Lífland ehf
Brúarvogi 1-3
104 - Reykjavík
kt 501075-0519

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana