Vinningsuppskriftir 2014

Smákökusamkeppni KORNAX og Gestgjafans fór fram um miðjan október og var metþáttaka. Alls bárust um 160 uppskriftir í keppnina og áttu dómarar úr vöndu að ráða.

Það voru Guðríður Kristinsdóttir, Chavdar Ivanov og Anna Björg Helgadóttir sem báru sigur úr býtum í ár og birtum við vinningsuppskriftir þeirra hérna fyrir neðan.

1. sæti Guðríður Kristinsdóttir 

Konfektkökur

250 g Kornax-hveiti
250 g smjör
250 g sykur
1 tsk. salt
1 egg

400 g Odense-marsípan
rifsberjahlaup, eða önnur sulta eftir smekk hvers og eins
400 g Síríus Konsum súkkulaði
valhnetukjarnar til að skreyta með

Hitið ofninn í 150°C. Myljið smjörið í hveitið. Blandið sykri og salti saman við. Bætið eggi út í og hnoðið í samfellt deig. Kælið deigið vel. Fletjið deigið þunnt út og stingið út litlar kökur. Raðið þeim á bökunarpappír á ofnplötu og bakið í 20 mín. eða þar til þær eru farnar að taka lit. Kælið botnana. Fletjið marsípanið út. Fallegast er að hafa það álíka þykkt og botnarnir eru. Stingið það út í sömu stærð og botnarnir eru. Leggið köku og marsípan saman með þunnu lagi af sultu á milli. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Hjúpið hverja köku með súkkulaði og skreytið með ½ -¼ hluta úr valhnetu. Raðið kökunum á sléttan flöt, t.d. bökunarplötu sem er klædd álpappír. Geymið kökurnar í lokuðu íláti í ísskáp.

Góð ráð:

Til að fá nákvæmlega sömu stærð á köku og marsípani má skerpa útlínur á kökunni, þegar hún er nýbökuð, með því að nota sama mót og þær voru stungnir úr með. Ef þið gerið þetta þurfið þið að hafa hraðar hendur því þær þurfa að vera heitar. 

Gott er að nota tvo gaffla við að hjúpa. Dýfið köku í súkkulaðið. Haldið henni með öðrum gafflinum en notið hinn gaffalinn til að setja súkkulaðið yfir hana. Gott er að halda kökunni smástund á gafflinum og strjúka jafnóðum súkkulaðið undan sem lekur niður. Á þennan hátt næst að fá sem minnstan stall á kökuna áður en súkkulaðið storknar.

2. sæti Chavdar Ivanov

Hjartaylur

Botn:
140 g ósaltað smjör
50 g rjómaostur
110 sykur
160 g ljós púðursykur
1 ¼ tsk. vanilludropar
2 stór egg
340 g Kornax hveiti
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
300 g Nóa Síríus súkkulaðidropar

Hrærið smjör, rjómaost, sykur, púðursykur og vanilludropa saman í 2 mín. Bætið eggjum út í, einu í einu. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál og bætið út í. Blandið súkkulaðidropum saman við. Geymið blönduna í ísskáp í 2 klst. upp í 3 daga. Hitið ofninn í 190°C. Setjið deigið í toppa á bökunarplötu

( u.þ.b. 2-3 tsk.). Bakið í 9-11 mín. Smyrjið kökurnar með kreminu.

Krókant:
100 g sykur
70 g muldar heslihnetur

Setjið sykur og heslihnetur á pönnu og hitið þar til þið fáið fallega karamellu. Látið blönduna kólna á bökunarpappír í þunnu lagi. Brjótið í mjög litla bita.

Krem:
3 eggjarauður
70 g flórsykur
150 g smjör

Þeytið eggjarauður og sykur saman í vatnsbaði þangað til blandan þykknar. Bætið smjöri saman við og haldið áfram að þeyta þangað til blandan er orðin létt og þykk. Setjið krókant út í.

3. sæti Anna Björg Helgadóttir

Saltaðar karamellukökur

500 g smjör, mjúkt
170 g sykur
2 tsk. vanillu-extrakt
500 g Kornax hveiti
1 poki hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

1 poki ljós súkkulaðihjúpur frá Nóa Síríus, bræddur

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjörið þar til það verður kremað. Bætið sykri og vanillu saman við og hrærið áfram. Blandið hveiti og hvítum súkkulaðidropum saman við með sleif. Rúllið deiginu í litlar kúlur og setjið á ofnplötu, bakið í 12-14 mín. Setjið karamellu á hverja köku. Stráið sjávarsalti yfir og skreytið með bræddu súkkulaði.

Karamella:
5 msk. síróp
4 msk. púðursykur
3 msk. rjómi
1 tsk. vanilludropar
2 msk. smjör

Setjið sýróp, púðursykur, rjóma og vanilludropa saman í pott og látið sjóða vel í 20 mín., hrærið vel í á meðan. Bætið smjöri saman við í lokin. Látið kólna.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana