Vinningsuppskriftir í Smákökusamkeppni Kornax 2020
1. sæti - Margrét Kjartansdóttir
Aðferð:
1. Setjið dósina af niðursoðnu mjólkinni í pott með vatni yfir alla dósina, sjóðið í 2-3 klukkutíma. Þar til mjólkin breytist í karamellu Dulche de leche. (hægt er að kaupa tilbúna þykka karamellusósu í staðinn)
2. Hitið ofninn í 180 gráður með blæstri.
3. Blandið hveiti, kakódufti, lyftidufti og salti saman í skál og setjið til hliðar.
4. Setjið súkkulaði og smjör saman í skál og bræðið.
5. Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
6. Blandið súkkulaði og smjörblöndunni varlega við eggin, best að setja í tveimur skömmtum.
7. Sigtið þurrefnin saman við og hrærið saman, deigið verður þykkt og klístrað.
8. Setjið 1 teskeið til 1/2 matskeið af deigi á bökunarplötu (fer eftir hvað þið viljið hafa þær stórar) og mótið í hring. Gott er að setja olíu á skeiðina til að deigið festist ekki við. Stráið smá salti yfir kökurnar.
Best er að gera slétta tölu svo þær passi allar saman í samsetningu.
9. Bakið í 10 – 12 mín þar til þær glansa og mynda smá sprungur.
10. Kælið kökurnar í 15 mínútur á plötunni
11. Parið saman 2 kökur, Setjið kúfaða teskeið af karamellusósunni á botninn og setjið svo aðra köku ofan á.
2. sæti - Halldóra Halldórsdóttir
Aðferð
1. Smjörið og 170 gr af suðusúkkulaði brætt yfir heitu vatni.
2. Hræra saman púðursykurinn, eggin og vanilludropana í hrærivél þar til það er orðið mjúkt, bæta svo brædda smjörinu og súkkulaðinu við og hræra þar til það er orðið blandað.
3. Blanda saman hveiti, kakódufti, lyftidufti og salti í sér skál, blanda svo hægt saman við deigið. Kælið svo í minnst klukkutíma í ísskáp, gott að vefja plasti yfirskálina.
4. Ofninn stilltur á 165 gráður, deig mótað í ca. 2-3 cm kúlur og lagðar á bökunarpappír á ofnplötu. Kúlurnar flattar aðeins út með fingrum. Bakað í ca. 10 mínútur.
5. Kökurnar teknar út, varlega er einum mola af suðusúkkulaðinu ýtt á hverja köku og ofan á það kemur hálfur sykurpúði. Bakað í ca. 3-4 mínútur til viðbótar eða þar til að sykurpúðarnir eru orðnir mjúkir.
Takið út og stráið rifnu súkkulaði yfir kökurnar.
3. sæti - Elísabet Björk Cecchini
Aðferð:
Hrærið smjör og sykur saman þar til það er vel blandað og mjúkt. Bætið eggjarauðum, mjólk og vanilludropum saman við. Setjið eggjahvítur til hliðar.Blandið þurrefnunum saman í aðra skál, KORNAX hveiti og salti.Bætið hveitiblöndunni rólega út í smjörblönduna og hrærið vel. Breiðið yfir deigið og setjið í kæli í 1 klukkustund.
Hitið ofninn í 190° og setjið smjörpappír á ofnskúffu. Léttþeytið eggjahvítur. Mótið ca. 3 cm kúlur og rúllið þeim uppúr eggjahvítunum, rúllið þeim svo yfir saxaðar hestlihnetur og setjið á ofnplötu. Þrýstið létt í miðju hverrar kúlu með þumlinum eða með mæliskeið þannig að það myndast hola í kökurnar. Bakið í 10-15 mínútur.
Ef holan í miðjunni hefur lyfst upp endurmótið hana þá aftur á meðan þær eru heitar.
Karamella – uppskrift:
20-25 Nói Síríus töggur ljósar
3 msk þeyttur rjómi
Aðferð:
Setjið karamellur og rjóma í lítinn pott, bræðið yfir lágum hita. Hrærið í pottinum allan tímann svo karamellan brenni ekki. Þegar karamellan hefur þykknað og kólnað, fyllið holurnar á kökunum með karmellunni, ca ½ - 1 tsk í hverja köku. Stráið sjávarsalti yfir kökunrnar eftir smekk.
Súkkulaðibráð:
Bræðið um 100 gr Nói Síríus suðusúkkulaði yfir vatnsbaði og notið til að skreyta kökurnar.