Lífland notar einungis hágæðakorn í Kornax framleiðslu sína þar sem baksturseiginleikar hveitis ráðast af gæðum kornsins. Kornax framleiðir hveiti með mismunandi baksturseiginleika og byggir flokkunin á próteininnihaldi í hverju hveiti fyrir sig. Hveiti með hátt próteininnihald eins og KI og Blátt hveiti í neytendaumbúðum hentar td. vel þegar baka skal pizzur og brauð en betra er að nota hveiti með lægra prótein innihaldi eins og KII, KIII eða Rautt hveiti í neytendaumbúðum í kökur og kex.
Kornax framleiðir einnig rúgmjöl, hveitikurl og hveitiklíð og þrjár gerðir af heilhveiti, þ.e. fínt, gróft og amerískt heilhveiti.