Brúnkaka
125 gr smjörlíki
150-200 gr púðursykur
1 egg
250 gr Kornax hveiti
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsódi
1,5 dl mjólk
Hræra saman smjörlíki og púðursykri þar til áferð verður kremuð. Næst bætt út í eggi. Skafa vel upp úr botninum og bæta að lokum rest út í og vinna vel saman.
Bakað við ca 150°C í umþb. eina klst.