Vinningsuppskriftir 2015

 

Úrslit: Smákökusamkeppni KORNAX árið 2015


Vinningshafarnir: Andrea Ída Jónsdóttir, 1. sæti (f. miðju), Ástrós Guðjónsdóttir, 2. sæti (t.hægri) og Lilly Aletta Jóhannsdóttir, 3. sæti (t. vinstri).

Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna síðastliðin ár. Þá keppa áhugabakarar um bestu jóla smákökuna sem inniheldur bæði KORNAX hveiti og súkkulaði frá Nóa Siríusi og hljóta vinningshafarnir glæsileg verðlaun. Frábær þáttaka var í ár og bárust um 150 smákökur. Því var erfitt verkefni framundan hjá dómnefndinni en hana skipuðu Eva Laufey Kjaran matarbloggari og þáttastjórnandi, Stefán Gaukur Rafnsson bakari hjá Kornax, Albert Eiríksson matarbloggari og ástríðukokkur og Auðjón Guðmundsson vörumerkjastjóri hjá Nóa Siríusi. 

 
Dómnefndin að störfum. 

Eftir góða yfirferð töldu dómaranir að það sem staðið hafði upp úr í ár var hversu margir lögðu mikinn metnað í smákökugerðina, vandaður frágangur og fagurt útlit einkenndi mjög margar af þeim smákökum sem bárust í keppnina.  Að auki fannst þeim mjög gaman að sjá hversu fjölbreyttar kökurnar voru og að keppendur hefðu haft þor til að stíga aðeins út fyrir þægindarammann. Þegar dómnefndin var búin að koma sér saman um hvaða 10 smákökur bæru af hófst mikil og erfið vinna við að raða þeim niður í sæti. Að lokum stóð Andrea Ida Jónsdóttir uppi sem sigurvegari með smákökurnar sínar sem hún kallar Steinakökur. 

Það sem dómnefnd hafði að segja um kökurnar hennar var eftirfarandi: 

"Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning"
"Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar"
"Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel"
"Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með "krönsí" kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur"

Smákökusamkeppni KORNAX 2015 fór fram í aðdraganda jóla í ár líkt og undanfarin ár.  Alls bárust um 150 smákökur og lögðu keppendur greinilega mikinn metnað í smákökur sínar í ár. Dómnefndin var ekki öfundsverð af vinnu sinni en að lokum stóðu Andrea Ida Jónsdóttir, Ástrós Guðjónsdóttir og Lilly Aletta Jóhannsdóttir uppi sem sigurvegarar.  Hér fyrir neðan birtum við uppskriftir þeirra.

1. sæti - Steinakökur
Andrea Ida Jónsdóttir  

Aðferð kökur:

Hitið ofninn í 180°C.
Bræðið saman smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði, hrærið í.
Hrærið saman egg, vanilludropa og sykur í skál, leggið til hliðar.
Hrærið saman KORNAX hveiti og lyftiduft.
Setjið nú kælt súkkulaði og smjör saman við eggjablönduna og bætið því næst hveitiblöndunni við.
Setjið deig í ísskáp í ca. 10-15 mínútur.
Setjið smjörpappír á bökunarplötu
Setjið með teskeið á klædda bökunarplötu og bakið í ca. 10 mínútur. 

Aðferð toppur:

Dósamjólk, sykur, eggjarauður og smjör sett í skaftpott og hitað við meðalhita, hrært þar til þykknar (ca.12 mínútur).
Takið af hitanum og bætið vanilludropum, ristuðu kókosmjöli og pekanhnetum við og hrærið saman.
Kælið í nokkrar mínútur eða þar til hægt er að smyrja ofan á kökurnar.
Skreytið með bræddum dökkum eða ljósum hjúp.

Geymið í kæli í góðu boxi.

2.sæti - Pipplingar
Ástrós Guðjónsdóttir

Aðferð karamella:

Hitið ofn í 180°C yfir og undirhita.
Byrjið á karamellufyllingunni. Smjör, rjómi og pipp er sett í pott og leyft að malla þar til að karamella myndast. Fylgist vel með og hrærið til að karamellan festist ekki við. Leyfið henni að kólna í smá stund.

Takið hálfa sítrónu og kreistið safann úr henni í karamelluna. Það er smekksatriði hversu mikill safi er settur, en ég mæli þó með að láta meira en minna. Eftir að sítrónunni hefur verið bætt við er karamellan sett í sprautupoka og í kæli.

Aðferð kökur:

Á meðan karamellan kólnar eru smákökubotnarnir gerðir. Byrjið á því að hræra smjör og sykur vel saman. Þegar að blandan er orðin mjúk og létt er egginu bætt við, svo er kakóinu blandað saman við. Passið að skafa niður af hliðunum inn á milli. Þegar búið er að blanda kakóinu við er þurrefnum bætt við, lyftiduft, hveiti og salt.

Þegar að öllu hefur verið blandað saman þá er súkkulaðið skorið í smáa bita og bætt útí.

Setjið smjörpappír á ofnplötu. Þegar kökurnar eru gerðar skal miða við að magnið í einni köku sé eins og í einni teskeið. Bakið í u.þ.b. 8 mín. Alls ekki baka of lengi, við viljum halda í mýktina, frekar baka þær aðeins minna.

Þegar kökurna eru búnar að kólna, er karmellan sótt í kæli. Karmellan er sett á botnin á smákökunum, eins og á sörum. Að lokum er hún hjúpuð með bræddu súkkulaði og skellt í kæli.

Þurrkuð jarðaber til skrauts frá: Bear, Pure fruit yoyo.

3.sæti - Heslihnetu karamellu kökur
Lilly Aletta Jóhannsdóttir

Aðferð karamella:

Hitið ofnin í 180°C
Best er að byrja á karamellunni, byrjið á að setja sykur á pönnu og bræðið  hann á vægum hita, passið að hann brenni ekki við, síðan er restinni af hráefnum bætt í. Karamellan þarf að sjóða svolítið til að hún verði mjúk, hægt er að prufa sig áfram með því að setja nokkra dropa í skál og kæla hana yfir köldu vatni.

Aðferð kökur:

Blanda saman í hrærivél smjöri, púðursykri og sykri, hræra þangað til allt er vel blandað saman, bæta svo eggi, hunangi, vanilludropum og hræra í smá stund í viðbót. Hveiti, lyftiduft og salti er blandað saman í skál og hrært örlítið í, svo er þurrefnablöndunni hrært saman við restina hægt og rólega.

Best er að setja deigið í kæli í 30 mínútur til að leyfa því að stífna. Deigið er sett í litlar kúlur á bökunarplötu klædda smjörpappír, og ýtt niður með botninum á litlu glasi til að fá jafna þykkt á kökurnar.

Ef glasið festist við kökurnar þá er gott að dýfa glasinu í sykur.
Baksit í miðjum ofni í 8-10 mínútur eða þar til þær verða ljósbrúnar.
Þegar kökurnar eru kaldar og karamellan milli stíf/mjúk þá er henni smurt á kökuna og búin til samloka.
Bræðið suðusúkkulaði í vatnsbaði, gott er að bæta smá hunangi út í ef vill.
Kökunum er dýft í súkkulaði og heslihnetum stráð yfir.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana