Metþáttaka var í Smákökusamkeppni Kornax og Gestgjafans sem haldin var fyrir skömmu. Dómnefndina skipuðu þau Sigríður Björk Bragadóttir, blaðamaður á Gestgjafanum, Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Kornax, Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sjónvarpskokkur og matreiðslubókahöfundur og Arnþór Birkisson, matreiðslumaður og ljósmyndari frá Nóa Siríusi.
Sigurvegarinn var Rannveig Birta Sigurgeirsdóttir, annað sætið hreppti Margrét Þórðardóttir og í þriðja sæti var Thelma Þorbergsdóttir.
1. sæti Rannveig Birta Sigurgeirsdóttir
Karamellukökur:
1 egg
115 g smjör, mjúkt
130 g sykur
2 msk mjólk
1 tsk vanilludropar
140 g Kornax hveiti
2 msk kakó
¼ tsk salt
20 töggur frá Nóa Siríusi
3 msk rjómi
100 g jarðhnetur, hakkaðar
100 g Siríus Konsum
Hitið ofninn í 175°C. Aðskiljið egg og geymið hvítuna. Þeytið smjör og sykur vel saman. Bætið síðan eggjarauðunni, mjólk og vanilludropum út í. Blandið þá Kornax hveiti, kakói og salti saman við og hrærið vel saman. Þeytið eggjahvítuna. Mótið litlar kúlur úr deiginu, veltið þeim upp úr eggjahvítunni og síðan upp úr hökkuðum jarðhnetum. Setjið kökurnar á smurða ofnplötuna og ýtið með fingrinum í miðjuna á hverri köku. Bakið í 10-12 mínútur. Bræðið rjóma og karamellur saman í potti og hellið bráðinni í miðjuna á kökunum. Notið endann á sleif til að móta holurnar betur áður en karamellunni er hellt í. Bræðið Siríus Konsum og skreytið kökurnar.
Flýtilyklar
Vinningsuppskriftir 2011
Leit
Karfa
Skoða körfu
Karfan er tóm