Súkkulaðipizza

Súkkulaðipizza

Ítalskt pizzadeig

500 g blátt KORNAX brauðhveiti

2,5 dl vatn

7,5 g þurrger

0,5 dl olía

1 tsk salt

1 tsk sykur

Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni. Bætið KORNAX brauðhveiti, sykri, salti og olíu við, hnoðið í um það bil 2 mínútur á lægsta hraða. Aukið hraðann lítillega og hnoðið í  8 mínútur. Mótið deigið og hefið í 45-60 mínútur við stofuhita undir rökum klút (má sleppa).

Súkkulaðipizza

2 msk smjör

1/2 krukka súkkulaðihnetusmjör

1/2 bolli súkkulaði að eigin vali

Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Penslið bökuna með  bráðnu smjöri, bakið í um það bil 15-20 mínútur eða þar til pizzabotninn er orðinn gullinbrúnn. Takið þá pizzuna úr ofninum og smyrjið súkkulaðihnetusmjöri yfir heita pizzuna, dreifið súkkulaðibitum jafnt yfir pizzuna. Setjið aftur inn í ofn og bakið í c.a. 2-3 mínútur eða þar til súkkulaðið fer að bráðna. Skreytið með kókosflögum og jarðarberjum eftir að pizzan er komin úr ofninum.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana