Ruffwear er leiðandi merki í útivistarbúnaði fyrir hunda, með áherslu á endingu, þægindi og öryggi.
Vörurnar eru hannaðar til að standast hinar ýmsu áskoranir sem kunna að verða úti í náttúrunni, hvort sem um ræðir fjallgöngur, hlaup, útilegur eða daglega lífið.
Síðan 1994 hefur Ruffwear tileinkað sér að hanna búnað fyrir útivistarhetjur og mennska félaga þeirra. Það er trú Ruffwear að vörurnar sem þeir framleiða eigi að skila árangri og gæðin eigi að mælast í hvernig hægt er að auka ævintýri okkar með hundunum okkar úti í náttúrunni.
Búnaður hundsins okkar á að standa sig jafn vel og okkar eigin. Notast er við tæknileg efni með íþróttalegu sniði og öll framleiðsluefni sem fara í Ruffwear vörurnar eru vandlega valin til að mæta kröfum um endingu, sjálfbæra framleiðslu og hámarks gæði. Til að mynda eru gúmmíleikföngin frá Ruffwear framleidd út náttúrulegu gúmmíi, endurnýjanlegri sjálfbærri afurð sem inniheldur ekki mengandi efni sem geta fylgt vörum unnum úr gervigúmmíi og plasti.
Kynntu þér úrvalið og gefðu hundinum þínum besta búnaðinn fyrir næsta ævintýri!