Lífland lækkar í dag, 1. júlí, verð á kjarnfóðri allt að 1,5%.
Hráefnaverð hefur lækkað síðustu misseri og er þessi lækkun hluti af stefnu fyrirtækisins að viðskiptavinir njóti góðs af lækkunum á hráefnismörkuðum.
Uppfærða verðskrá má finna hér.
Nánari upplýsingar veitir Jóhannes B. Jónsson, deildarstjóri ráðgjafar og vöruþróunar, johannes@lifland.is
Lífland framleiðir sitt eigið fóður og býður upp á fjölbreytt úrval af kjarnfóðri úr úrvals hráefnum. Lífland leggur mikið upp úr góðu samstarfi við bændur og veitir faglega og áreiðanlega ráðgjöf til að mæta þörfum og óskum hvers og eins viðskiptavinar.