Upptaka af veffræðsluerindi Dr. Susanne Braun

Þann 17. febrúar síðastliðinn mætti Dr. Susanne Braun til okkar og hélt fróðlegan fyrirlestur um ýmislegt varðandi heilsufar, fóðrun og aðbúnað hesta. Upptaka af erindinu hefur verið gerð aðgengileg og verður opin næstu tvær vikur, eða til og með 9. mars næstkomandi.  

Umfjöllunarefni veffræðslunnar var fjölbreytt og áhugavert og í upptökunni ættu flestir hestamenn að finna eitthvað sem þeir geta nýtt sér.

Smellið hér til að opna erindið á Youtube. 

Efnisyfirlit erindis:
I Heilsufar og fóðurtengdir sjúkdómar
Taka inn á hús: Hvernig á að meta hestinn: Heilsa og holdafar
Ormasýking, húðvandamál, hrossasótt: Hvað er það og hvað veldur?

II Blóðsýni
Hvers vegna að taka blóðsýni?
Hvaða upplýsingar get ég fengið úr blóðsýni?
Hvaða afleiðingar fylgja efnaskorti?

III Fóður: Bætiefni og fóðurbætir
Þarf að gefa meira en gott hey?
Hverskonar fóður hentar mínum hesti?
Offóðrun, vanfóðrun og afleiðingar

IV Atferli og hegðunarvandamál
Hvernig líður hestinum mínum í stíunni?
Hvað er hegðunarvandamál?
Hvað get ég gert svo hestinum mínum leiðist ekki í stíunni?

Dr. Susanne Braun er íslenskum hestamönnum að góðu kunn. Susanne hefur starfað sem dýralæknir á Íslandi í hátt í tvo áratugi. Hún er sérfræðingur í hestasjúkdómum og auk þess IVCA kírópraktor og reiðkennari ásamt því að vera alþjóðlegur íþróttadómari. Í doktorsritgerð sinni „Health status in Icelandic Horses in Iceland and after import in Germany“ rannsakaði Susanne fjölmarga lífeðlis- og næringarfræðilega þætti í íslenskum hestum, bar saman við efnagreiningar á fóðri hérlendis sem erlendis og kannaði meðal annars hvaða áhrif þeir hefðu á heilsu hesta við álag af völdum flutninga. Susanne vinnur mikið með blóðsýni sem hún tekur úr hestum og sendir út til greiningar og byggir fyrirlestur hennar að talsverðu leyti á niðurstöðum eigin rannsókna.


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana