Í síðustu viku var haldið „Opið fjós“ á Ytri Hofdölum. Fjósið er hið glæsilegasta með öllum búnaði sem prýtt getur hátæknifjós.
Lífland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju með fjósið.
Í nýja fjósinu er ýmis búnaður frá Líflandi s.s. FARO fóðursópur frá Schauer sem er með forðabúrum fyrir fóðurbæti sem hann stráir yfir heyið á fóðurganginum, LOMAX gúmmímottur í smákálfastíurnar, KURA mottur í burðarstíurnar og Kura Multiflex á legupall fyrir ungviðið allt frá Kraiburg. Kálfafóstra af fullkomnustu gerð frá Förster Technik, átgrindur og milligrindur frá Royal de Boer, loftræstikerfi frá Big Dutchman, LED lýsing frá Albert Kerbl og mjólkurtankur frá Japy.
Frá vinstri: Herbert Hjálmarsson sem heldur á Iðunni Ýr Hjálmarsdóttur, Þórdís Halldórsdóttir, fyrir framan hana er Hjálmar Herbertsson, Þórarinn Már Halldórsson, Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og Þórarinn Már Halldórsson.