12.12.2011

Ó
já, jólastemningin læddi sér inn um bréfalúguna á skrifstofu Landsmóts í morgun með jólatónlist, kertaljósi og
piparkökum í bunkum.
Við viljum því
endilega minna ykkur á jólaleikinn okkar sem fór í gang um leið og miðasalan hófst. Veglegir vinningar bíða í pottinum en allir seldir
miðar fram að jólum fara sjálfkrafa í pottinn. Athugið að á forsöluverði kostar vikupassi aðeins 10.000 krónur með LH/BÍ
afslætti og N1 korts afslætti, en fullt verð er 18.000 krónur.
Á Þorláksmessu förum við í sparifötin, fáum okkur smákökur, malt & appelsín og drögum út heppna
vinningshafa. Það er til mikils að vinna því meðal vinninga eru flugmiðar til Evrópu með Icelandair, gjafabréf í Kringluna,
leikhúsmiðar, inneign hjá N1, Mountain Horse úlpa, hótelgisting í 2 nætur á Hilton Reykjavík Nordica og endurgreiðsla á keyptum
landsmótsmiðum.
Potturinn bíður því
stútfullur af glæsilegum vinningum sem væri ekki amalegt að fá sem auka jólagjafir þetta árið. Smelltu þér á
miðasöluvef landsmóts á www.landsmot.is svo þú eigir möguleika á vinningi!
Húrra fyrir þv