Flýtilyklar
Sárameðhöndlun nautgripir
L-Mesitran sáragel 50g
L-Mesitran eru sótthreinsandi vörur gerðar úr hunangi sem ýta undir raka húðarinnar og er bakteríudrepandi.
L-Mesitran vörurnar henta sérlega vel til að meðhöndla þrálát og slæm sár, bæði djúp og á yfirborðinu. L-Mesitran drepur bakteríur og sveppi og stuðlar að því að dauður vefur fer af yfirborði sársins við meðhöndlun. Gelið má nota til að hreinsa sýkt og ósýkt sár og minnka slæma lykt af sárasvæðum. Aðeins þarf þunnt lag af gelinu til að það virki sem best. Bera þarf gelið endurtekið á sárið því gelið þynnist út þegar sárið grær.
Hvenær skal nota L-Mesitran:
L-Mesitran hentar vel á þrálát sár, legusár, æðasár, sveppasýkt sár, víðtæk alvarleg sár, skurðsár, yfirborðssár, skurði, yfirborðsbruna (1. stigs) og hlutþykktarbrunasár (2. stigs). Endurtakið á 24-48 tíma fresti.
Gagnsemi:
- Minnkar lykt
- Minnkar bakteríumyndun
- Minnkar líkur á sýkingu
- Má notast á mjög viðkvæm sár
- Minnkar líkur á öramyndun
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.