Flýtilyklar
Sárameðhöndlun nautgripir
Leovet Cold Pack kæli og hitameðhöndlun
Gel sem bæði kælir og hitar, fyrir hesta og menn. Frábært til notkunar eftir erfiða æfingu manns og hests.
Frábært á fætur á dýrum og fyrir vöðvabólgu eða eymsli hjá fólki. Mikið notað á nuddstofum og hjá sjúkraþjálfurum erlendis. Kælir fyrst og hitar svo áborið svæði. Fáanlegt í 500 ml og 1000ml dósum og 500 ml brúsa með dælu.
Innihald: Arnika, rósmarín, mentól og frankincense slaka á og flýta fyrir endurheimt vöðva hests og knapa og gagnast öllu vöðvakerfinu. Fyrst koma hressandi kælandi áhrif, svo róandi hiti sem smýgur djúpt inn í vöðvana.
Í Cold Pack Plus, sem er brúsinn með dælunni, er Aloe Vera bætt við blönduna.
Arnika: Efni unnin úr gullblómum eru vel þekkt fyrir heilandi eiginleika. Þau aðstoða við endurheimt sina, liða og vöðva. Arnika er róandi og orkugefandi.
Mentól: Kælir og hressir vöðva og stuðlar að vellíðan. Róar og tryggir hraða endurheimt vöðvakerfisins.
Rósmarínolía: Hefur róandi og vermandi áhrif og eykur blóðflæði í öllu vöðvakerfinu.
Reykelsiskjarni (Frankincense extract): Hefur kælandi og hressandi áhrif. Stuðlar að endurheimt þreyttra sina, liðbanda og liða.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.