Karfan er tóm.
Vetrarrúgur REETTA
Vetrarþolið, uppskerumikið, en seint til þroska síðara sumarið. Afar hálmmikið. Snemmsprottin vorbeit seinna árið og hægt að þreskja til rúgkorns árið eftir sáningu. Rúgur þolir súrari jörð en t.d. bygg.

Nafn | REETTA - Vetrarrúgur |
---|---|
Verð | Verðm/vsk 3.485 kr. |
Birgðir | 0 |
Magn |
20 kg
|

Nafn | Vetrarrúgur REETA |
---|---|
Verð | Verðm/vsk 104.562 kr. |
Birgðir | 0 |
Magn |
600 kg
|
Vara er ekki til sölu
Vetrarrúgur er tvíær og hefur verið ræktaður til þroska hér með nokkrum árangri en er oftast sáð til vorbeitar. Rúgur er mun vetrarþolnari en t.d. hveiti. Rúgi er sáð í lok júlí - byrjun ágúst og heldur hann græna litnum yfir veturinn og tekur því við sér um leið og hlýnar að vori. Hann er því kominn í fulla sprettu á undan öðrum túngróðri. Einnig má sá honum að vori og beita eða slá sama ár án þess að hann skríði og heldur hann fóðrunarvirði langt fram á haust.
Ráðlagt sáðmagn 180-200 kg/ha.
Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is