Karfan er tóm.
Lykilþættir:
- Rauðálmur: Duft unnið úr berki rauðálms (Ulmus rubra) er mikið notað sem liður í meðhöndlun við skitu, magasáramyndun og sem eftirfylgni með sumum tegundum hrossasóttar. Það getur linað sársauka og hjúpar sáran og viðkvæman vef og flýtir fyrir því að vefurinn grói.
- Kalsíumkarbónat: Dregur úr sýringu í maga
- Magnesíumhýdroxíð: Dregur úr sýringu í maga
- Klósambönd (kelöt) kalsíums: Gera magaumhverfið basískara og hafa reynst auka þol magaslímhúðar.
- Góðgerlabætandi efni: (Frúktóólígósakkaríðar) örva vöxt og virkni góðgerla sem bætt geta heilsufar hestsins.
- Góðgerlar: Leika hlutverk í að verja frumuveggi magans, bæta samkeppnisstöðu góðgerla í meltingarvegi og styrkja heilbrigða mótstöðu meltingarvegar.
- Glýserín: Glýserín smyr vélinda hestsins.
- Þaraextrakt: Styður við vörn kirtlalausa hluta magans gegn magasýrum.
- E-vítamín: Hestar með magasár geta haft mikinn ávinning af inntöku E-vítamíns til að stuðnings bataferli. E-vítamín dregur úr styrk frjálsra stakeinda sem verða til þegar maga- og ristilsár eru fyrir hendi. E-vítamín kemur böndum á þessi óæskilegu efni sem getur flýtt bata.
- Þreonín: Lífsnauðsynleg amínósýra sem styður við magaheilbrigði og slímhúðarmyndun í maga og verja magavegginn fyrir skaða, meltingarensímum, óæskilegum örverum og toxínum.
Fóðrunarleiðbeiningar:
- 40 ml fyrir morgungjöf
- 40 ml síðdegis eða fyrir kvöldgjöf
- Gefið samfleytt í 14 daga eða samkvæmt ráðleggingum dýralæknis
Athugið: Ávallt skal tryggja hestum aðgang að fersku vatni.
Greiningarþættir: Raki 42,3%; hráaska 19,7%; hráprótein 3,5%; hráfita 0,1%; hrátréni 1,6%; natríum 0%; kalsíum 7,5%; magnesíum 1%.
Samsetning: Kalsíumkarbónat, frúktóólígósakkaríðar (góðgerlabætir), magnesíumhýdroxíð, glýserín, þari.
Aukefni (pr. 80 ml): Vítamín:E-vítamín (alfa-tókóferól-3a700) 160 mg. Amínósýrur, sölt þeirra og hliðstæður: Þreónín 3.3.1 800 mg. Meltingarbætandi góðgerlar: Saccharomyces cerevisiae 4b1702 (NCYC Sc 47) 6x109 cfu.
Magn: 80 ml í skammtatúpu