Fara í efni

Flutningstilboð á Ærblöndu

Þú færð Ærblöndur sendar frítt á stöð hjá Samskipum hvert á land sem er eða flutning með Líflandsbílum á viðeigandi dreifingarsvæði skv. áætlun. Gildir til 1. júní 2024 og miðað við að pantaður sé minnst heill stórsekkur eða 12 smásekkir.

Ærblöndurnar frá Líflandi henta íslensku sauðfé og eru samsettar með efnaþarfir íslensks sauðfjár að leiðarljósi.

Ærblanda
Orkuríkt kjarnfóður með 24% próteini. Kjarnfóðrið inniheldur 15% fiskimjöl sem eykur meltanleika próteina. Hentar þar sem þörf er á sterku fengieldi.

Ærblanda LÍF
Hagkvæm blanda með 15% próteini sem leggur til viðbótar prótein og orku og hentar með betri heyjum.

Ærblöndurnar fást í 25 og 500 kg sekkjum.

TILBOÐ Á FLUTNINGI

Þú færð Ærblöndur sendar frítt á stöð hjá Samskipum hvert á land sem er eða flutning með Líflandsbílum á viðeigandi dreifingarsvæði skv. áætlun.

Gildir til 1. júní 2024 og miðað við að pantaður sé minnst heill stórsekkur eða 12 smásekkir.

Fáðu vöruna senda heim í hlað

Við hjá Líflandi bjóðum upp á reglulegar sendingar á vörum heim í hlað á tilteknum svæðum fyrir 3.700 kr.

Borgarfjörður
Eyjafjörður
Húnavatnssýslur
Skagafjörður
Suðurland

Sölumenn Líflands finna jafnframt leiðir að fyrirkomulagi á sendingum á öðrum svæðum.

Vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið sala@lifland.is eða í síma 540-1100

Bætiefni

Sauðfjárfata
Bætiefnafata sem er sérstaklega ætluð íslensku sauðfé og er auðug af lífsnauðsynlegum stein- og snefilefnum.

Kalksalt
Kalksalt er bætiefnafata fyrir búfénað, framleidd úr endurnýttu salti úr fiskvinnslu og hafkalki úr Arnarfirði auk þess að vera A-, D- , E-vítamín- og selenbætt.

HIMAG magnesíum fata
Inniheldur viðbótarmagn afmagnesíum en einnig hagstætt hlutfall kalsíum og fosfórs. Fatan er einnig rík af öllum helstu stein- og snefilefnum og vítamínum.

FW steinefnasteinn
Steinefna- og selenbættur saltsteinn fyrir allan bústofn. Koparsnauður og hentar því sauðfé.

BIGGI Alhliðablanda
Fínt möluð steinefnablanda fyrir búfénað. Aðlagaður að íslensku gróffóðri með háu innihaldi selens og E- vítamíns.

Ekta bætiefnasaltsteinn
Bætiefnafata unnin úr íslensku afsalti úr fiskvinnslu, kalkþörungamjöli auk þess að vera A-, D- og E-vítamín og selenbætt.

Alhliðasteinn
Saltsteinn framleiddur úr náttúrulegu salti án aukaefna. Hentugur fyrir allan búfénað í hefðbundnum og lífrænum búskap.

Sauðfjársteinn
Saltsteinn fyrir sauðfé. Inniheldur lífrænt selen og fleiri lífsnauðsynleg stein- og snefilefni.Sauðfjársteinninn er koparsnauður.