Karfan er tóm.
Hempbed Premium undirburður 15 kg
Hempbed Premium er undirburður með framúrskarandi rakadrægni (400–500% eigin þyngd). Hempbed er svo til ryklaus, auðveldur í notkun og hentar öllum tegundum búfjár. Fæst með og án Eucalyptus ilmkjarnaolíu.

Nafn | Hempbed 15 kg |
---|---|
Verð | Verðm/vsk 2.890 kr. |
Birgðir | 0 |
Gerð |
Hempbed 15 kg
|

Nafn | Hempbed 15 kg með Eucalyptus |
---|---|
Verð | Verðm/vsk 2.990 kr. |
Birgðir | 0 |
Gerð |
Hempbed 15 kg með Eucalyptus
|
Hempbed Premium er undirburður með framúrskarandi rakadrægni (400–500% eigin þyngd). Hempbed er svo til ryklaus, auðveldur í notkun og hentar öllum tegundum búfjár. Fæst með og án Eucalyptus ilmkjarnaolíu.
Lykileiginleikar Hempbed Premium undirburðar
- Mjög rakadrægur og dregur í sig 400-500% af eigin þyngd
- Dregur í sig ammoníak úr úrgangi og bætir loftgæði útihúsa
- Fæst einnig með viðbættri Eucalyptusolíu sem bætir lykt og öndun dýra
- Nánast ryklaust efni og laust við bakteríur
- Fer vel með hófa og klaufir
- Þægilegt að vinna með og dreifist auðveldlega
- Brotnar hratt niður eftir notkun = minni kostnaður við úrgangslosun
- Eldtefjandi efni sem kviknar ekki greiðlega í
Hvernig er Hempbed Premium notað?
- Tæmið stíuna og dreifið u.þ.b. 4 böllum af Hempbed undirburði á 9 fermetra stíugólf (um 1 balli á 2 fermetra).
- Fjarlægið hrossaskít daglega og jafnið yfirborðið með hrífu frá jaðri og inn á miðju. Ekki velta undirburðinum við! Markmiðið er að skapa þægilegt undirburðarlag fyrir hestana.
- Bætið við einum balla af Hempbed á blaut svæði einu sinni í viku. Gott að dreifa nýjum balla yfir svæði þar sem búið er að fjarlægja blautan undirburð.
- Rakið efsta lagið frá jaðri inn að miðju stíunnar með reglulegu millibili.
- Geymið Hempbed ballana inni, varða fyrir regni og sólarljósi.
Minna vinnuálag og lægri kostnaður
- Hrossaskítshaugarnir minnka og kostnaður við losun og förgun hrossaskíts minnkar - Hempbed undirburðurinn brotnar mun hraðar niður en viðarspónn þegar hann stendur úti í haug. Gæði hrossaskítsins sem áburðarefnis batna samhliða!
Getur Hembed undirburður valdið gasmyndun í meltingarvegi?
Öll undirburðarefni geta valdið vandræðum séu þau étin í miklu magni. Mikilvægast er að huga vel að hreinlæti og fóðrun í hesthúsinu. Tryggið að hestarnir hafi ætíð nægt fóður og gefið þeim tækifæri til hreyfingar svo þeim leiðist ekki í stíunni.
Úr hverju er Hempbed Premium undirburður framleiddur
Hempbed Premium undirburður er frauðkenndur mergur úr stönglum iðnaðarhamps sem fellur til við trefjavinnslu. Mergurinn er alsettur örsmáum holrýmum sem gera hann jafn rakadrægan og raun ber vitni.
Undirburðurinn fæst í 15 kg böllum með og án viðbættrar Eucalyptusolíu. Eucalyptusolía (tröllatrésolía) er ilmkjarnaolía sem bætir lykt og loftgæði og getur haft jákvæð áhrif á öndun hesta. Varan er einnig fáanleg í 3 kg pakkningu fyrir gæludýr.