Karfan er tóm.
Gelið kemur í veg fyrir að hnakkurinn hreyfist fram eða til hliðanna á hestinum. Hentar sérlega vel fyrir sívalvaxna hesta.
Hnakkurinn situr í ríkulegri ullinni og gefur hnakki og dýnu fallegt heildarútlit. Ull er náttúrulegt efni. Hún veldur ekki ofnæmi, er afar mjúk og fíngerð og er fullkomin til að koma í veg fyrir nudd, sár og blöðrur.
Dýnan er löguð eftir hnakknum og er gelið aðeins þynnra eftir miðjunni, til að auðveldara sé að draga hana örlítið upp á milli undirdýna hnakksins frekar en að þrýsta niður á herðakamb og hrygg.
Gel sérkenni:
- Auðveldar frjálsar hreyfingar
- Gerir hnakkinn stöðugri
- Minnkar þrýsting
- Dregur úr höggum og dreifir þyngd
- Eiturefnalaust
- Má nota beint á húð/feld
- Auðvelt að þvo
Ull einkenni:
- 100% náttúrulegt. Má nota beint á húð/feld
- Þykk og mjúk. Dense and Soft. Dregur úr höggum.
- Andar náttúrulega, dregur raka frá húðinni
- Ull hefur náttúrulega hitastýringu og fylgir náttúrulegu hitastigi líkamans, burtséð frá útihitastigi.
Upplýsingar og umhirða:
1.) Notið stífan bursta til að fjarlægja hár og óhreinindi
2.) Ryksuga fjarlægir laus hár og ryk
3.) Nuddið ullina með mýkingaefni og burstið aftur
4.) Þvoið dýnuna í þvottaneti
5.) Notið ullarþvottaefni og mýkingarefni
6.) Þvoið við 30°C á kerfi fyrir viðkvæman þvott
7.) Sláið dýnuna til að fjarlægja auka vatn og burstið aftur
8.) Þurrkið á vel loftræstum og þurrum stað þartil dýnan er alveg þurr (haldið burtu frá beinu sólarljósi)
9.) Þegar dýanan er þurr skal bursta hana enn einu sinni