Karfan er tóm.
Orkudrykkurinn Reviva inniheldur aðgengileg og auðmelt orkuefni sem nýtast hinni nýbornu kú hratt. Hún verður líflegri og gróffóðurát kemst hraðar í gang. Í tilraunum hefur komið fram að drykkurinn er mjög lystugur. Yfir 94% af kúm drekkur hann án nokkurrar hindrunar.
Mörg tilfelli af doða eru dulin en leiða engu að síður til vel þekktra vandamála svo sem fastra hilda,
vinstrarsnúnings og júgurbólgu, auk þess sem kýrnar verða almennt daufar og veikburða. Til að vinna gegn
þessu inniheldur orkudrykkurinn Reviva mikið magn af auðmeltu kalki sem nýtist kúnni á fyrstu dögunum
eftir burðinn.
Orkudrykkurinn Reviva inniheldur einnig vítamín, stein- og snefilefni sem almennt styrkja ónæmiskerfi kýrinnar.
Mikilvægt er að fylgja öllum ráðleggingum um hitastig vatns og blöndunarhlutföll, auk þess að tryggja að gripurinn drekki ekkert annað á undan orkudrykknum í kjölfar burðar. Sé þessu fylgt aukast líkur verulega á að gripurinn drekki blönduna í einum teyg.
Nýbornar ær geta að sama skapi notið góðs af Reviva orkudrykk en þá er gefin að hámarki 100 g af duftinu sem blandað er í 2 lítra vatns. Að öðru leyti skal fylgja blöndunarleiðbeiningum á umbúðum Reviva, þ.e. hlutföllum af heitu og köldu vatni. Ekki skal gefa meira en 100 g þegar ær eru annars vegar. Ofskömmtun getur valdið ánum skitu. Reviva gjöf getur haft jákvæð áhrif á orkustig eftir burð, haldið uppi mjólkurlagni og þar með aukið líkur á að lömbum farnist vel eftir burð. Sér í lagi þar sem grunur er um að ær séu tæpar, t.d. vegna aldurs eða ef þær þurfa að mjólka fleiri lömbum en gott þykir.
7 kg fötur