Karfan er tóm.
Nýja gelið er enn auðveldara í notkun og situr síður eftir á höndum notandans. Eins er nú viðbætt í gelið vörn gegn skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar en þeirra gætir enn frekar á Íslandi en nær miðbaugi jarðar þar sem verndandi ósonlagið er þynnra eftir því sem norðar dregur.
Auðvelt er að greiða niður úr faxi og tagli á örskömmum tíma, eykur lyftingu, glans og teygjanleika háranna. Gelið nærir hárið og bætir þar með hárgæðin. Fax og tagl helst silkimjúkt og lítur út eins og nýþvegið og fyllt í marga daga eftir notkun gelsins. Inniheldur UV sólarvörn.