Karfan er tóm.
Draupnir Fimur
FIMUR – frelsi, jafnvægi og fullkominn stuðningur
Vara er ekki til sölu
Ný kynslóð hnakka
Hnakkurinn Fimur frá Draupni sameinar tækni og tilfinningu á einstakan hátt. Hann er búin sérhönnuðu og sveigjanlegu virki sem sameinar nænmi og stuðning. Hann veitir sömu tilfinningu og virkislaus hnakkur en heldur stöðugleika og jafnvægi hefðbundins hnakks.
Hann dreyfir álagi einstaklega vel á baki hestsins og með sveigjanlegu virki getur knapinn stjórnað þrýstipunktnum eftir þörfum. Virkið tekur ávallt aftur upprunalega lögun þegar þrýstingi er létt af.
Fimur kemur einungis sem einblöðungur.
Draupnir FIMUR er fullkominn fyrir knapa sem vilja:
-
Einstakt samband milli hests og knapa
-
Hnakk sem gerir hestinum kleift að skynja ábendingar knapans skýrt
-
Hönnun sem gerir knapanum kleift að finna hreyfingar hestsins með mikilli næmni
-
Frábært samband við hestinn án þess að missa jafnvægi eða stuðning
- Draupnir veitir 10 ára ábyrgð á virki hnakksins
- Draupnir veitir 1 árs ábyrgð á leðursaumi og frágangi hnakksins
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR UM MEÐFERÐ LEÐURSINS
Leðrið getur virst stíft í byrjun en það er merki um gott og sterkt leður. Það er því mikilvægt að bera leðuráburð á hnakkinn 3-4 sinnum áður en hann er notaður og láta hann draga í sig áburðinn í 1-2 daga.
ATHUGIÐ
-
Ekki bera of mikinn leðuráburð á móttökin og undirpúðana þar sem það getur gert leðrið of mjúkt
-
Forðist að bera leðuráburð á lökkuð smáatriði, þar sem þau geta misst gljáann
-
Ef hnakkurinn gefur frá sér núningshljóð berið leðuráburð á milli leðurlaga
-
Núningshljóð stafa yfirleitt af þurru leðri sem nuddast saman