-
Breitt og gott sæti
-
Góðan stuðning
-
Tvöfalt laf
-
Hönnun sem tekur mið af kvenlegri líkamsbyggingu, þannig að mjaðmir eiga auðveldara með náttúrulega rétta stöðu
Karfan er tóm.
EMBLA – hámarks þægindi og frammistaða
Vara er ekki til sölu
Hnakkurinn Embla frá Draupni er hannaður fyrir líffræðilega beinabyggingu kvenna. Þó Embla hnakkurinn sé hannaður með kvenlíkamann í huga, velja margir karlmenn hann vegna einstakra þæginda. Hann kemur með tvöföldu lafi, mjúkum hnépúðum og örlítið stífari ytra lafi sem tryggir stöðugleika og nákvæmar ábendingar.
Sérstakt form hnakksins veitir knapanum betri stuðning og jafnvægi.
Draupnir EMBLA hentar knöpum sem vilja eftirfarandi eiginleika:
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR UM MEÐFERÐ LEÐURSINS
Leðrið getur virst stíft í byrjun en það er merki um gott og sterkt leður. Það er því mikilvægt að bera leðuráburð á hnakkinn 3-4 sinnum áður en hann er notaður og láta hann draga í sig áburðinn í 1-2 daga.
ATHUGIÐ
Ekki bera of mikinn leðuráburð á móttökin og undirpúðana þar sem það getur gert leðrið of mjúkt
Forðist að bera leðuráburð á lökkuð smáatriði, þar sem þau geta misst gljáann
Ef hnakkurinn gefur frá núningshljóð berið leðuráburð á milli leðurlaga
Núningshljóð í hnakknum stafa yfirleitt af þurru leðri sem nuddast saman