Karfan er tóm.
Sterkbyggðar tveggja hjóla hjólbörur með sturtu. Byggðar ofan á mjög öfluga grind og með mjög gott jafnvægi sem gerir flutning á þungum hlössum óvenju léttan.
Eiginleikar:
- Sterkt og endingargott PE plast í skúffu sem byggð er ofan á galvanhúðaða grind.
- Hlífðarbrún á plastskúffu var hana gegn hnjaski og sliti.
- Sterkbyggðar og þolnar lamir í sturtubúnaði.
- Dekk með kúlulegum og 4-laga dekkjum með þrýstilofti.
- Gripgóð handföng.
- Vel útfærður sturtubúnaður lágmarkar áreynslu og erfiði, jafnvel með þung hlöss.
- Gott rúmmál auðveldar vinnu, t.d. þegar mokað er úr stíum.
- Liprar og þægilegar í notkun.
- Galvanhúðuð grind og PE-plast í skúffu tryggir langa endingu.
- Rúmmál: 250 l
Gott að vita:
- Lestið börurnar svo þær séu aðeins framþungar. Það auðveldar losun.
- Hafið 30 PSI þrýsting í dekkjum til að auðvelda akstur.