Fara í efni
Vörunúmer: OK679-07

Gjafagrind plast

Verðm/vsk
89.990 kr.

Meðfærileg gjafagrind úr plasti. Þvermál innri hrings er 180 cm og þvermál ytri hrings er 200 cm. Hæð hringsins er 72 cm

Varan er ekki til í netverslun okkar eins og er en getur verið til í öðrum verslunum eða á miðlager okkar. Frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjafa í síma 540-1100.
Verðm/vsk
89.990 kr.

Fóðurhringurinn minnkar heyslæðing og sóun við gjafir. Eins eru minni líkur á að frek dýr nái að halda hlédrægari dýrum frá gjafastaðnum. 

Hringurinn vegur aðeins 45kg og er hannaður til að auðvelt sé að færa hann á milli staða. Hringum er lyft upp og honum rúllað á nýjan stað þar sem ekki er hætta á mengun af fyrri gjafastað. Að öðrum kosti er hægt að setja hringinn niður yfir nýju rúlluna. Þannig kemur maður í veg fyrir að leyfar gömlu rúllunnar mengi nýju rúlluna. Oft er svæðið í kring um rúlluna einnig úttroðið og drullugt svo að með því að færa hringinn minnkar það líkurnar á því að dýrin standi í drullu við átið. 

Hringurinn er hannaður með öryggi dýranna í huga. Plastið er vel rúnnað og það eru engar beittar brúnir eða horn. Stærri dýr éta einnig úr hringnum í náttúrulegri átstöðu sem minnar líkur á stífleika í vöðvum og liðum. 

Hringurinn er samsettur úr fjórum einingum sem eru boltaðar saman. Athugið að hver endi á að liggja yfir næsta. Boltar og festingar fylgja hringnum.