Karfan er tóm.
Mustad No Shock fleygbotnarnir veita úrvals höggvörn og henta til sjúkrajárninga.
Til að fá sem besta höggvörn þurfa botnar að vera gerðir út sterku efni, sem ekki kremst undan þyngd hestsins, sem aftur gerir það að verkum að skeifan losnar. Mustad No-Shock botnarnir eru framleiddir úr hágæða níðsterku pólýúrethane efni sem er þekkt fyrir að deyfa högg og titring.
• Hannaðir til að minnka álag á leggi og sinar ásamt því að styðja við hófinn
• Heilir botnar verja einnig hófbotninn
• Gerðir úr níðsterku polyurethane efni
Fleygbotnarnir þykkna jafnt frá tá aftur í hæl til að hækka hælinn. Botninn er nægilega stór til að hægt er að skera hann eftir því hversu mikil þörf er á hækkun. Notað fyrir hesta með lága hæla, til að leiðrétta fótstöðu.