Fara í efni
Vörunúmer: MLFP0828

VetiCalm fyrir hunda 30ml

Verðm/vsk
1.690 kr.

VetiCalm er náttúruleg leið til streituminnkunar og til þess að róa órólega og kvíðna hunda.

Verðm/vsk
1.690 kr.

VetiCalm er fljótandi fóðurbætir og náttúruleg leið til streituminnkunar og til þess að róa órólega og kvíðna hunda. VetiCalm er framleitt af Mervue Laboratories á Írlandi. 

Streituvaldar í umhverfi og aðstæðum hunda geta leitt af sér kvíða í tengslum við aðskilnað, innilokun, ferðalög, hávaða og aðstæður þar sem hundurinn hefur ekki fulla stjórn eða getur ekki forðað sér frá. Kvíði í hundum getur leitt af sér óæskilega hegðun á borð við:  

  • Nag og skemmdir
  • Að losa saur og þvag á óæskilegum stöðum
  • Gelt og væl
  • Árásagirni

Dýralæknar og efnafræðingar í rannsóknar- og þróunardeild Mervue hafa skilgreint upptakaþætti kvíða í lífeðlisfræði hunda og var fóðurbætiefnið þróað sérstaklega í þeim tilgangi að hafa róandi og kvíðastillandi áhrif á þá.

VetiCalm fyrir hunda inniheldur einstæða blöndu virkra innihaldsefna sem þekkt eru fyrir að hafa róandi áhrif á hunda sem gerir VetiCalm eitt fremsta efnið á markaði í dag:

  • ✓Garðabrúða
  • ✓L-tryptófan
  • ✓Píslarblóm (Passion flower)
  • ✓Hjartafró
  • ✓Magnesíum
  • ✓L-þeanín

Notkun:
1ml per 1 kg líkamsþunga.
Bætt út á  fóður.