Karfan er tóm.
Super Coat er úrvals bætiefni fyrir hunda sem styður við heilbrigði felds og húðar.
Super Coat er framleitt af Mervue Laboratories á Írlandi.
Super Coat kemur að gagni þegar:
- Vantar meiri glans á feldinn
- Ætlunin er að ná fram heilbrigðari feldi
- Feldurinn er mattur og líflaus
- Hárlos er mikið
- Húð er þurr
- Ber á húðertingu og kláða
- Húð er rauð
- Skallablettir koma fram
- Mikið ber á flösu
- Hundur er lystarlítill
Meðal virkra innihaldsefna í Super Coat eru:
- Omega 3 & 6 - mikilvæg næringarefni fyrir heilbrigða húð og mjúkan, glansandi feld
- Sinkkelöt og MSM - sinkkelöt ásamt brennisteini mynda stoðefnið keratín sem styður við heilbrigði húðar og felds
- E-vítamín - Vel þekkt andoxunarefni
- Bíótín - Lykilþáttur í myndun húðvefs og hárs
- B-vítamín - Viðhalda heilbrigðri lyst, hvetja vöxt, fóðurnýtingu og bæta ástand felds og húðar.
Fóðrunarleiðbeiningar hunda:
- Að 5 kg: 2,5 ml daglega
- 5-15 kg: 5 ml daglega
- 15-30 kg: 7,5 ml daglega
- 30 kg+: 10 ml daglega
Fæst í 60 ml þykknistúpu eða 150 ml glasi á fljótandi formi.
Lykilorð: Feldur, hárlos, bætiefni, omega, vítamín