Karfan er tóm.
Kalksalt er íslensk framleiðsla frá Flateyri.
Hvítlaukurinn í Kalksalti getur t.d. haft jákvæð áhrif á kýr þar sem frumutala er farin að hækka í mjólk og á fyrstu stigum júgurbólgu. Hvítlauksfatan getur einnig hentað vel fyrir hesta á hagabeit eða á ferðalögum þar sem hvítlaukurinn hefur fælandi áhrif á flugur.
Kalksalt er eins og nafnið gefur til kynna auðugt af salti, en það inniheldur einnig kalkþörunga sem leggja til kalsíum og magnesíum á lífrænu formi sem nýtist búfénaði vel. Saltið í Kalksalti fellur til við fisksöltun og hefur dregið í sig snefil af nytsamlegum efnum úr fiski, t.d. prótein o.fl.
Hér fer saman hágæða íslensk framleiðsla og endurnýting á salti úr fiskvinnslu.