Fara í efni
Vörunúmer: BOT43280502

Back on Track "Cool on Track" legghlífar 2.0

Verðm/vsk
12.990 kr.

Cool on Track legghlífarnar geta hjálpað við að vinna gegn áhrifum aukins hita og bólgu í neðri hluta fóleggs eftir mikla þjálfun og áreynslu.
Ef varan er þurr þegar þú tekur hana úr umbúðunum skaltu bleyta efnið áður en þú opnar hana!
Aðeins má meðhöndla vöruna þegar efnið er rakt, ekki beygja eða brjóta efnið þegar það er þurrt og hefur harðnað.

Cool on Track er háþróuð kælitækni sem krefst þess að varan sé blaut áður en hún virkar.

Verðm/vsk
12.990 kr.

Cool on Track er háþróuð kælitækni sem krefst þess að varan sé blaut áður en hún virkar.
Hlífarnar kæla á áhrifaríkan hátt með uppgufun raka til að lækka yfirborðshita.
Engin efni eru notuð og það er engin þörf á að frysta vöruna.
Varan er einfaldlega lögð í bleyti í vatni og þegar umframvatnið hefur verið kreist vel út er hún tilbúin til notkunar.
Efnið heldur kæligetu sinni svo lengi sem það er blautt. Hægt er að endurnýta vöruna með því að leggja hana aftur í bleyti.
Ytra efni er gert út sterku möskvaefni með stórum möskvum sem gerir rakanum kleift að gufa upp á áhrifaríkan hátt og halda lögun.
Hlífarnar eru lokaðar og haldast á sínum stað með breiðum frönskum rennilás.

Cool on Track legghlífarnar eru verðmætt meðferðarúrræði.
Best er að nota þær eftir æfingu í 20 mínútur. Tímabilið strax eftir keppni eða áreynslu þegar neðri hluti fótleggsins er viðkvæmur fyrir aukinni bólgu og bjúg.
Eftir 20 mínútur munu þær hlýna og ætti að fjarlægja þær eða bleyta aftur og setja þær aftur á.

  • Auðvelt í notkun
  • Kælir á áhrifaríkan hátt með uppgufun
  • Inniheldur engin hættuleg efni
  • Engin þörf á að frysta

Geymsluleiðbeiningar:
Það eru tvær leiðir til að geyma Cool on Track vörurnar
Leið A:
Bleytið vöruna áður en hún er geymd.
Eftir að allt umframvatn hefur verið kreist úr skal setja vöruna aftur í upprunalega plastpokann með rennilás.
Ef mygla myndast vegna of mikils raka er hægt að þvo vöruna á öruggan hátt með sápu og volgu vatni fyrir notkun.
Leið B:
Geymið vöruna á stað þar sem hún getur þornað.
Fyrir notkun skal alltaf bleyta vöruna vel í vatni til að endurheimta sveigjanleika hennar.
Ekki reyna að beygja Cool on Track þegar hún er alveg þurr til að koma í vel fyrir sprungur í efninu.

Þvottaleiðbeiningar:

  • Einungis handþvottur
  • 30°C með mildu fljótandi þvottaefni
  • Engin bleikiefni eða mýkingarefni
  • Ekki þurrhreinsun
  • Ekki strauja
  • Ekki þurrka í þurrkara
  • Skolið vel og kreistið umframvatn

Cool on Track er háþróuð kælitækni sem krefst þess að varan sé blaut áður en hún virkar.
Eftir framleiðslu eru Cool on Track vörurnar "vökvaðar" markvisst til að tryggja heilleika og sveigjanleika í undirbúnings- og pökkunarferlinu.
Varan er því viljandi send rök og er það mikilvægur hluti af framleiðsluferlinu.