Líkt og undanfarin ár mun Lífland bjóða upp á heysýnatöku og greiningu þeirra í samstarfi m.a. við Efnagreiningu ehf. Sýnin eru tekin með heysýnabor úr fullverkuðu fóðri og send með skjótum hætti í greiningu.
Hvernig gagnast niðurstöður úr heysýnum?
Heysýni gefa upplýsingar um ástand og gæði gróffóðursins, sem er undirstaða fóðrunar á hverju búi. Margvísleg gildi eru mæld, m.a. þurrefnisinnihald, prótein, tréni, meltanleiki, sykur, gildi sem gefa vísbendingar um verkun og lystugleika, AAT og PBV gildi auk stein- og snefilefna svo nokkur lykilatriði séu nefnd. Niðurstöðurnar einar og sér geta gefið vísbendingar um hvert þarf að stefna með heildarfóðrun gripanna, þá með tilliti til kjarnfóðurs og annara fóðurefna sem gefin eru með heyjum. Niðurstöðurnar gagnast því beint í fóðuráætlunargerð.
Lífland býður upp á gerð fóðuráætlana og ráðgjöf
Lífland býður bændum upp á fóðuráætlangerð í NorFor kerfinu þar sem skoðað er hver af hinum fjölmörgu kjarnfóðurblöndum Líflands henta best viðkomandi heyjum. Fóðuráætlanir gerir Ásdís Rún Ólafsdóttir fóðurráðgjafi Líflands.
>> Smelltu hér til að panta heysýnatöku
Ráðgjafar Líflands veita nánari upplýsingar í síma: 540-1100, í verslunum Líflands eða á heysyni@lifland.is
Hlökkum til að heyra frá þér.
Ítarlegri upplýsingar:
>> Heysýnataka og fóðurráðgjöf Líflands.