Fara í efni

Verðbreyting á fóðurverði hjá Líflandi.

Nú um mánaðarmótin hækkar Lífland verð á kjarnfóðri um 2%. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af verðhækkunum á hráefnum.  Þar ber hæst talsverð hækkun á heimsmarkaðsverði á sojamjöli sem og verðhækkanir á vítamínum og steinefnum sem eru tilkomnar vegna minna framboðs. 

Þess má geta að þrátt fyrir þessa hækkun hefur fóðurverð frá því í júlí 2016 lækkað að meðaltali um tæp 9%, mismikið eftir tegundum.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Elfar Þrastarson, framkvæmdastjóri sölusviðs.

Uppfærða kjarnfóðurverðskrá Líflands er að finna hér.