Fara í efni

Þorraþræll Líflands á Hvolsvelli

Fyrsti Fræðslufundur Líflands var haldinn á Hvolsvelli í gærkvöldi og næsti fundur verður haldinn í Verslun Líflands Borgarnesi í kvöld 30. janúar kl. 20:30

Fyrsti Fræðslufundur Líflands var haldinn á Hvolsvelli í gærkvöldi og var almenn ánægja með þau erindi sem þar voru haldin.
Þeir Gerton Huisman og Koen Luijben frá Trouw Nutrition héldu tvö erindi um nautaeldi.

Annars vegar um nautaeldi á Íslandi og hvernig hægt er að ná hámarksárangri  hér og hins vegar um stöðu nautaeldis í Hollandi og víðar á meginlandinu.

Um 40 gestir mættu á fundinn og þáðu veitingar að honum loknum.

Næsti fræðslufundur verður haldinn í Verslun Líflands Borgarnesi kl. 20:30 í kvöld.

Allir velkomnir.