Fara í efni

Spennan magnast fyrir HM í Danmörku

HM verður haldið í Herning síðsumars
HM verður haldið í Herning síðsumars
Nú styttist í Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Herning í Danmörku sem verður haldið 3.-9. ágúst n.k.

Nú styttist í Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Herning í Danmörku sem verður haldið 3.-9. ágúst n.k. 

Í fyrsta skipti kemur Ísland að skipulagningu Heimsmeistaramóts en allar Norðurlandaþjóðirnar eru sameiginlega skipuleggjendur mótsins í Herning í sumar. Eftir sem áður styður Lífland dyggilega við bakið á landsliðinu og við hlökkum til að sjá hverjir verða fulltrúar Íslands á þessu firnasterka móti.

Hér er skemmtilegt kynningarmyndband af mótinu og hér má finna opinberu vefsíðu mótsins.