Fara í efni

Sigurvegari Nemakeppni Kornax

Fimmtudaginn 13. október lauk úrslitum í hinni árlegu Nemakeppni Kornax þar sem sex bakaranemar kepptu sín á milli. Keppnin var jöfn og spennandi. Afurðir keppenda voru glæsilegar og bakarastéttinni til mikilla sóma.

Fimmtudaginn 13. október lauk úrslitum í hinni árlegu Nemakeppni Kornax þar sem sex bakaranemar kepptu sín á milli. Keppnin var jöfn og spennandi.  Afurðir keppenda voru glæsilegar og bakarastéttinni til mikilla sóma. Þeir bakarameistarar sem áttu nema í keppninni geta verið stoltir af fulltrúum sínum. 

Það var Karen Guðmundsdóttir frá Gulli Arnar bakaríi sem stóð uppi sem sigurvegari, Pálmi Hrafn Gunnarsson frá Passion lenti í öðru sæti og Sunneva Kristjánsdóttir frá Sandholt hafnaði í því þriðja.

Vinningshafi keppninnar hlýtur Kitchenaid Pro hrærivél og 40.000 kr gjafabréf í Íslandsbanka, Kornax bikar til eignar og farandbikar frá Klúbbi Bakarameistara sem vinningshafi varðveitir í eitt ár.

Úrslitakeppendur fengu verðlaunapening og allir keppendur fengu viðurkenningarskjöl.

Við þökkum keppendum kærlega fyrir góða keppni og óskum þeim áframhaldandi góðs gengis á bakarabrautinni.

Sigurvegarar

Nemakeppni Kornax 2022
Nemakeppni Kornax
Nemakeppni Kornax
Nemakeppni Kornax
Nemakeppni Kornax