Fara í efni

Samsýning Töltgrúppunnar þann 1. maí

Á Degi íslenska hestsins þann 1. maí síðastliðinn hélt Töltgrúppan sýna fyrstu samsýningu í samstarfi við Lífland og hestamannafélagið Sprett.

 

Á Degi íslenska hestsins þann 1. maí síðastliðinn  hélt Töltgrúppan sýna fyrstu samsýningu í samstarfi við Lífland og hestamannafélagið Sprett. Samsýningin var styrktarsýning tileinkuð Leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sjaldgæfa og langvinna sjúkdóma. 

 

Sýningin tókst í alla staði frábærlega og var því sem næst húsfyllir í Samskipahöllinni. Ásamt atriðum TG hópsins komu einnig fram börn í Spretti, Töltslaufur Fákskvenna, glæsihross Telmu Tómasson og Önnu Valdemars, skemmtilegt atriði með 4 hestum fyrir vagni og í lokin sameinuðust allir tölthóparnir og sýndu metatriði sem aldrei hefur verið reynt áður með svo mörgum reiðmönnum en um 130 konur á jafnmörgun hestum fylltu höllina í slöngulínu. 

 Samsýningin var öðruvísi sýning áhorfendavæn, spennandi og góð kynning á hestamennskunni. 

Samsýningin mun verða endurtekin að ári eða þann 1.maí 2018 á Degi íslenska hestsins. 

 

TG2017 2 TG 20173

TG 2017 4TG 2017 5