Karfan er tóm.
Próteinfóðrun mjólkurkúa - upptaka frá vefræðslu
01.04.2022
Hér er hægt að skoða upptöku af veffræðsluerindi „Próteinfóðrun mjólkurkúa“ sem haldið var á vegum Líflands 31.mars.
Upptaka af erindinu "Próteinfóðrun mjólkurkúa" er nú aðgengileg hér fyrir neðan. Baldur Örn Samúelsson fóðurfræðingur Líflands fjallaði þar um helstu þætti tengda próteinfóðrun og nýleg vísindi um próteinfóðrun í byrjun mjaltaskeiðsins.
Mikilvægt er að fóðra með viðbótarpróteini á réttum tíma mjaltaskeiðs þar sem viðbótaprótein í kjarnfóðri er dýrara en viðbótarorka og því getur rétt fóðrun á próteini haft töluverð áhrif á fóðurkostnað. Einnig er mikilvægt að koma í veg fyrir skaða sem getur hlotist af bæði of- og vanfóðrun með próteini og er því eftir þó nokkru að slægjast í að fóðra á réttan hátt.
Ekki láta þetta áhugaverða erindi fram hjá þér fara.