Fara í efni

Opið fjós í Réttarholti í Skagafirði

Réttarholt í Skagafirði
Réttarholt í Skagafirði
Opið fjós verður í Réttarholti í Skagafirði laugardaginn 24. júlí frá kl. 15 - 19. Þar gefst kostur á að skoða glæsilegt nýtt hátæknifjós í algerum sérflokki. Léttar veitingar og allir velkomnir.

Nýtt hátæknifjós í algerum sérflokki var tekið í notkun 12. júní 2020 í Réttarholti í Skagafirði en ekki hefur gefist tækifæri til að hafa opið fjós fyrr en nú sakir aðstæðna.

Því munu ábúendur í Réttarholti í samstarfi við Lífland vera með opið fjós laugardaginn 24. júlí frá kl. 15 - 19 þar sem öllum áhugasömum gefst kostur á að koma og skoða fjósið og kynna sér kosti þess. Léttar veitingar í boði.

Fjósið er búið eftirfarandi búnaði:

  • 2 x GEA Dairy Robot R9500 mjaltaþjónar
  • Innréttingar frá GEA
  • Kúabursti frá GEA
  • Flórsköfuþjarkur með úðakerfi frá GEA
  • Wela longline legumottur frá Kraiburg
  • Sjálfvirkt fóðurkerfi með 20 m³ heilfóðurblandara og gjafabandi frá GEA
  • Steinbitar frá Thye-Lokenberg
  • Fullkomið loftræstikerfi frá Big Dutchman

Lífland óskar ábúendum þeim Anniku og Róbert hjartanlega til hamingju með þetta glæsilega fjós.