Karfan er tóm.
Opið fjós á Hundastapa
10.04.2018
Þau Agnes og Halldór á Hundastapa voru með opið fjós síðastliðna helgi sem heppnaðist með eindæmum vel.
Sæmdarhjónin á Hundastapa þau Agnes Óskarsdóttir og Halldór Gunnlaugsson tóku á móti gestum í opnu fjósi síðastliðinn föstudag og sýndu þar nýja Monobox mjaltaþjóninn frá GEA. Mæting var einstaklega góð eða á þriðja hundrað manns.
Veitingar voru allar hinar veglegustu og karlakórinn Kórdrengirnir sáu um söngskemmtun sem gladdi viðstadda. Mjaltir ganga mjög vel í róbotinum og eru nú 64 mjólkandi kýr í fjósinu.
Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega viðburði.