Fara í efni

Nýr hestafóðrunarbæklingur

Fóðrun hrossa er vandasamt verk. Hér má finna nýjan bækling með upplýsingum um kjarnfóður og bætiefni Líflands.

Fóðrun hrossa er vandasamt verk enda fóðurþarfir einstaklinga misjafnar. Þannig getur t.a.m. verið mikill munur á þörfum tryppa í örum vexti, fylfullra hryssa, keppnishesta, reiðhesta í lítilli eða mikilli brúkun, holdgrannra hesta eða hesta sem komnir eru á efri ár.

Á Íslandi eiga öll hross þó sameiginlegt að lifa á landi þar sem stein- og snefilefnaskortur er algengur. Ef gróffóðrið fullnægir ekki fóðurþörfum hestsins er nauðsynlegt að bæta fóðrun með réttum bætiefnum, kjarnfóðri, saltsteini eða steinefnum.

Nýr hestafóðrunarbæklingur útg. janúar 2015