Fara í efni

Líflandsmót Fáks

Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks verður haldið í TM reiðhöllinni Víðidal helgina 25-26. apríl.

Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks verður haldið í TM reiðhöllinni Víðidal helgina 25-26. apríl. Dregið verður úr nöfnum allra þáttakenda og hlýtur sá heppni eða sú heppna vegleg þátttökuverðlaun frá Líflandi.

Á mótinu verða 5 dómarar og keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollaflokkur (2005 og síðar) Teymdir / ríða sjálfir
Barnaflokkur (2002 - 2005) T7, tölt, fjórgangur, fimi og slaktaumatölt
Unglingaflokkur (1998 - 2001) tölt, fjórgangur, fimmgangur, fimi og slaktaumatölt
Ungmennaflokkur (1994 - 1997) tölt, fjórgangur, fimmgangur, fimi og slaktaumatölt

Skráningargjald er 1.500 kr og skráning fer fram á Sportfeng frá miðnætti á laugardegi 18. apríl og fram að miðnætti á þriðjudegi 21. apríl. 

Pollaskráning fer fram á fakur@fakur.is og taka þarf fram nafn og aldur barns, einnig nafn, aldur og lit hests og hvort að polli ríði sjálfur eða sé teymdur.

Ath. eftir auglýstan tíma verður ekki tekið á móti skráningum.