Fara í efni

Líflands knapar slá í gegn

Þórdís Erla á Sprota
Þórdís Erla á Sprota
Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Viðar Ingólfsson, bæði Líflands knapar, stóðu sig frábærlega í fyrstu keppni vetrarins!

Þórdís Erla Gunnarsdóttir, einn af Líflandsknöpunum okkar lenti í 3. sæti í fjórgangskeppni Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum með einkunnina 7,43! Hestur hennar var Sproti frá Enni, ungur og upprennandi fjórgangshestur. 

Viðar Ingólfsson, einnig Líflandsknapi, var líka í A-úrslitum og endaði í 6. sæti með einkunnina 7,10. Hestur hans er líka ungur og upprennandi fjórgangshestur, Arður frá Miklholti.

Lífland óskar þeim til hamingju með flottan árangur í fyrstu keppni vetrarins!