Fara í efni

Lífland styður íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Lífland hefur endurnýjað samstarfsamning við íslenska landsliðið í hestaíþróttum en Lífland hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum þess um árabil.

Lífland hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum landsliðs Íslands í hestaíþróttum um árabil. Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar Landsambands hestamannafélaga (LH) og Arnar Þórisson forstjóri Líflands undirrituðu fyrir skemmstu endurnýjaðan styrktar- og samstarfssamning til 2025 eða fram yfir næsta heimsmeistaramót. Lífland verður því áfram einn af aðalstyrktaraðilum LH.

Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar segir stuðning Líflands afar mikilvægan enda er Norðurlandamót í Danmörku í sumar og Heimsmeistaramót í Sviss 2025 þar sem Ísland hefur fjölda tiltla að verja. Landsliðsnefnd og stjórn LH eru afar þakklát fyrir stuðninginn því hann gerir okkur enn betur í stakk búin til að takast á við komandi verkefni þar sem markið verður sett hátt sem endranær.

Undirritun samnings við íslenska landsliðið í hestaíþróttum

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Líflands, Arnar Þórisson forstjóri Lífands og Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar LH handsala samninginn.