Karfan er tóm.
Lífland lækkar verð á kjarnfóðri
01.08.2014
Nú um mánaðarmótin mun Lífland lækka verð á kjarnfóðri fyrir nautgripi um 2% og gildir lækkunin frá og með 1. ágúst.
Nú um mánaðarmótin mun Lífland lækka verð á kjarnfóðri fyrir nautgripi um 2% og gildir lækkunin frá og með 1. ágúst. Einnig lækkar verð á helstu hráefnum, mismikið eftir tegundum. Skýrist þessi lækkun af verðþróun hráefna á heimsmarkaði, og er það liður í stefnu fyrirtækisins að viðskiptavinir þess njóti jákvæðrar verðþróunar hráefnaverðs á heimsmarkaði. Nýjan og uppfærðan kjarnfóðurverðlista Líflands má kynna sér hér.