Fara í efni

Lífland á Landsmóti

Hlökkum til að sjá ykkur í verslun Líflands á Landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík 1.-7. júlí.

Landsmót hestamanna hefst mánudaginn 1.júlí nk. og stendur til sunnudagsins 7. júlí í Víðidal í Reykjavík. Mótið er einn stærsti íþróttaviðburður landsins og margir orðnir spenntir.

Lífland verður á svæðinu með verslun í markaðstjaldinu. Í boði verður gott úrval af búnaði fyrir bæði hross og knapa, hvort sem er í hestaferðina, á keppnisvöllinn eða hinar almennu útreiðar. Einnig er stutt í verslun Líflands á Lynghálsi þar sem úrvalið er enn meira.

Verslun Líflands á mótssvæðinu opnar mánudaginn 1. júlí kl. 15 og opið verður til kl. 20. Almennur opnunartími verður svo frá kl. 10 til kl. 20 frá þriðjudegi til laugardags. Á sunnudag verður opið frá kl. 10 til kl. 17.

Sjáumst á Landsmóti!

Landsmót 2024