Fara í efni

Leovet sigrar aftur!

Leovet hefur aftur verið valið vinsælasta merkið í Þýskalandi í vörum til umhirðu hesta.

Yfir 10.000 lesendur þýska hestatímaritsins Cavallo hafa enn einu sinni kosið Leovet besta merkið í vörum til umhirðu hesta. Leovet hlaut verðlaunin einnig árin 2011 og 2012.

Category Horse Care 2014

  1. leovet                                        33,4%
  2. Effol                                           15,8%
  3. Zedan                                         8,6%
  4. Ballistol                                      6,7%
  5. Showmaster/Krämer                5,2%
  6. Loesdau                                      4,4%

Cavallo er eitt víðlesnasta hestatímarit í Þýskalandi með yfir 65.000 lesendur í hverjum mánuði og hafa 85% lesenda Cavallo áralanga reynslu af hestamennsku. Tímaritið gerir mikið af gæðaprófunum á hinum ýmsu hestavörum og horfa hestamenn til niðurstaða þessara prófanna þegar þeir velja sér hestavörur. 

Lífland hefur haft Leovet á boðstólnum um árabil og mun að sjálfsögðu áfram sjá til þess að íslenskir hestamenn geti auðveldað sér umhirðu gæðinganna sinna með þessum hágæða vörum.