Karfan er tóm.
Kvennakvöld Líflands og Top Reiter handan við hornið
04.12.2018
Árlegt kvennakvöld Líflands verður haldið fimmtudagskvöldið 6. desember næstkomandi í verslun okkar að Lynghálsi 3 í Reykjavík.
Að venju verða léttar veitingar, vörukynningar, frábær afsláttartilboð, tískusýning með því nýjasta í reiðfatnaði og veglegt happdrætti í lok kvölds.
Dúettinn Bergmál treður upp með tónlist og gleði, Carr & Day & Martin umhirðuvörurnar fá sérstaka kynningu og dýralæknir verður á staðnum og gefur góð ráð um val á vörum fyrir fólk, hunda og hesta frá hinu sænska gæðamerki Back on Track.
Við munum opna nýja Top Reiter verslun innan veggja Líflands á Lynghálsi þetta kvöld og bjóða veglega afslætti svo hestakonur, ekki missa af þessari góðu skemmtun og tækifæri til að gera góð jólagjafakaup.
Við hlökkum til að sjá ykkur.